Félagslundur

 
 

Félagsheimilin Þingborg og Félagslundur í Flóahreppi bjóða upp á ákjósanlega aðstöðu fyrir hvers kyns viðburði, s.s. veisluhöld, fundi, námskeið, ráðstefnuhald, ættarmót og aðra mannfagnaði. Einnig er hægt nýta sali félagsheimilanna til íþróttaiðkunar.

Félagsheimilin eru vel útbúin og vel staðsett í nágrenni Selfoss.

Pantanir hjá Ingibjörgu í síma 691-7082 einnig hægt að senda fyrirspurnir á thingborg@gmail.com


Í félagsheimilinu Félagslundi er góð aðstaða í friðsælu umhverfi og miklu víðsýni.
 
Salurinn er hlýlegur og tekur allt að 180 manns í sæti. Einnig er minni hliðarsalu sem hægt er að nýta fyrir litla viðburði.
Sýningartjald 3×3 m og þráðlaus nettenging er til staðar. Hljóðkerfi er til staðar sem hentar fyrir fundi og veislur.
Veislueldhús með öllum búnaði, m.a. stórum gufuofni, kælum og fleiru.
Húsið er leigt fyrir fundi, veislur, ættarmót og aðra viðburði.
 

Verið velkomin í Félagslund