Seyruhreinsun

Helstu upplýsingar um hreinsun rotþróa í Flóahreppi

Hreinsun rotþróa er gerð skv. kröfum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Umhverfisstofnunar. Í Flóahreppi eru rotþrær hreinsaðar að jafnaði á þriggja ára fresti. Sveitarfélagið er í samlagi við fimm önnur sveitarfélög á Suðurlandi og reka seyrubíl sem sér um að hreinsa rotþrærnar og móttökustöð á Flúðum. Seyrunni er safnað og farið með til vinnslu í móttökustöðina, Seyrustaði . Vinnslan fellst í því að seyran fer í sérstakan kalkara þar sem henni er blandað við kalk og stundum grasfræ. Að lokum er kölkuð seyra notuð til uppgræðslu á afgirtu landgræðslusvæði inn á afrétti. Verkefnið er unnið í samstarfi við Landgræðslu Ríkisins.

Hægt er að sjá hvenær rotþróin hjá þér var síðast heimsótt með því að fara inn á http://www.map.is/sudurland/ skrifa heimilisfang eignar í gluggann uppi í vinstra horninu þar sem stendur "Finna/Search". Síðan þarf að haka við fráveita, sem er undir Veitur (ýta á plúsinn fyrir aftan Veitur) í valglugga hægra megin og þá kemur upp punktur þar sem rotþróin er staðsett og ef ýtt er á punktinn þá koma upp upplýsingar um númer rotþróar og hvenær hún var síðast hreinsuð.

Frekar upplýsingar varðandi rotþróarhreinsun er hægt að fá á heimasíðu verkefnisins seyra.is eða með því að hafa samband við þjónustufulltrúa verkefnisins með tölupósti á netfangið seyra@seyra.is eða í síma 832-5105.

Hér er hægt að sjá fróðlegt myndband um seyruverkefnið.