Heilbrigðiseftirlit og dýrahald

Hundafangari Flóahrepps:

Vaktsími 859-9559

Ragnar Sigurjónsson

 

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands

Rekstur heilbrigðiseftirlits er eitt af lögbundnum verkefnum sveitarfélaga. Flóahreppur er aðili að Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, skammstafað (HES), sem er byggðasamlag 14 sveitarfélaga á Suðurlandi.
Hlutverk HES er að fara með heilbrigðis- og mengunarvarnareftirlit, matvælaeftirlit og eftirlit með eiturefnum og hættulegum efnum. Heilbrigðisnefnd, eða embætti heilbrigðiseftirlits í hennar umboði, gefur út starfsleyfi fyrir allan starfsleyfisskyldan atvinnurekstur og sinnir reglubundnu eftirliti með honum. Heilbrigðiseftirlit sinnir þjónustu og fræðslu til starfsleyfisskyldra fyrirtækja og íbúa er snýr að heilbrigðiseftirliti og vöktun umhverfis.

Á vef Heilbrigðiseftirlits Suðurlands má fletta upp öllum starfsleyfum sem eru í gildi á svæðinu:


Starfsleyfi í gildi

Dýrahald

 

Eigandi hunds skal láta skrá hann á skrifstofu sveitarfélagsins eða hér á síðunni.

 

Hér til hliðar eru samþykktir um hundahald í Flóahreppi ásamt gjaldskrá.

Hér fyrir neðan er hægt að senda inn skráningu á hundi.

 

Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson, Halakoti 2023

Skráning á hundi

Leyfisgjald er greitt samkvæmt gjaldskrá hverju sinni, merki innifalið í leyfisgjaldi. Greiðsluseðill verður sendur á netbanka umsækjanda.